Costcolegur.. nei ég meina kostulegur Pinot Noir.

Haukur Leifsson
2 min readSep 15, 2023

--

Þrátt fyrir allan minn áhuga á náttúruvínum, fínum vínum og vínum sem minni framleiðendur búa til að þá hef ég sakbitna sælu á bandarískum “supermarket” vínum. Jafnvel þrátt fyrir að mörg þeirra séu bragðbætt og sum varla drekkandi að þá eru til framleiðendur sem leggja sig fram við að búa til góð vín og góðu verði. Hægt er að grípa flott vín með grillmatnum þegar maður verslar í matinn í Bandaríkjunum á minni pening en maður á að venjast.

Í gegnum tíðina hafa ekki mörg vín frá Russian River í Kalíforníu ratað á borð Íslendinga. Vínin taka mörg mið af Frakklandi og eru Chardonnay og Pinot Noir algengustu vínin og þá sérstaklega hið síðar nefnda. Önnur vín eru Zinfandel, Merlot, Sauvingon Blanc og Cabarnet Sauvignon en þó í mun minna magni. Stutt fjarlægð frá Kyrrahafinu skapar góðar aðstæður til vínræktar þar sem svalt loft frá ströndinni ber með sér þokuloft yfir annars heitt svæði.

Kirkland Signature Russian River Valley Pinot Noir 2021 er rúbínrautt að lit. Í nefi er talsverð eik með tilheyrandi vanillu tónum, þroskuð rifsber og dökkir ávextir. Á tungu er það frekar sýruríkt, meðal tannín með frekar langt eftirbragð sem einkennist af talsverðri tunnuþroskun. Meðal “boddí.

Það þarf örlítinn tíma til að opna sig en sem fyrr er það eikin sem hefur örlítið betur gegn fínleikanum sem maður á að venjast frá góðum Pinot Noir. Þessi karakter gæti vissulega verið “crowdpleaser” fyrir fólk sem fer ekki mikið út fyrir rammann. Fyrir lengra komna gæti þetta bent til þess að hér sé verið að fela eitthvað. Hvað sem því líður að þá er ekki mikla vankanta að finna miðað við verð. Þetta er nægilega áhugavert til að langa í meira og þar sem vínið er talsvert eikað og með örlítið meiri tannín en frændur þess í Búrgúndí að þá er þetta hið fínasta matarvín. Smellur líka með þroskaðri Madonnu.

Fyrir verð er þetta gott og vandað vín, ólíkt mörgum Pinot Noir á sama verðbili í ÁTVR.

85/100

Verð: 3499 Costco.is

--

--

Haukur Leifsson

hef skrifað um áfengi fyrir Vinotek.is og bullað á hinum ýmsu síðum síðustu 20 ár. Finnst gott að súpa.